Jæja best að fara að tala aðeins meira um elskuna mína
Ég gekk frá kaupunum á henni þann 18.febrúar og þá var strax ákveðið að þar sem ekki var komið veður til þess að keyra hana þá þyrfti nú að strjúka henni eitthvað. Ég var engan veginn að fýla litinn á henni, rauð með fjólublárri perlu, í ákveðnum skilyrðum virtist liturinn vera upplitaður, ekki flott! Þannig að ég var allveg ákveðinn að hún yrði höfð svört.
Þann 27. feb. var hafist handa, Kjartann vinnufélagi hjálpaði mér að rífa bílinn í frumeindir og svo 29. feb. komu góðir félagar að hjálpast til við að pússa og pússa. Þetta voru þeir Kjarri, Baddi, Danni og Árni Páll og eiga þeir þakkir skilið fyrir frábæra hjálp.
það var lítið sofið þessa helgi og nánast því búið uppá verkstæði og pizzur helsta næringin , enda afraksturinn með eindæmum góður, það tókst að mála boddýið,hurðarnar, húddið, frambrettin, afturstuðarann og eitthvað af smástykkjum.
Síðan voru öll kvöld notuð til að skrúfa saman og gera restina klára fyrir sprautun næstu helgi.
Þann 7.feb. var restin sprautuð og þá var loksins hægt að demba sér í samsetningu og frágang. Nú fór að sjást virkilegur munur á henni.
Þann 13.feb. var hún reddí og smotterí eftir til þess að koma henni í skoðun, hann Loffi kom þá um kvöldið og hjálpaði mér að skipta um bremsudiska og klossa, þá kom í ljós að einn stimpill í breamsudælu var pikkfastur og eftir mikið vesen náðum við að laga það og þá var allt reddí og löngu kominn háttartími....
Þann 14.feb. þá var komið að því! renna henni í skoðun en þar sem það er enginn smá hávaði í henni þá fékk ég hann Vignir snilling til að smíða pílu í pústið og þvílíkur munur! það steinþagnaði í þessu galopna 4 tommu pústkerfi... Svo fékk ég hann Loffa til þess að renna henni í skoðun fyrir mig þar sem ég hafði engann tíma til þess og það var kominn föstudagur og rúnthelgi framundan. Og það þurfti ekki að spyrja af því 09 miði komin á hana og engin athugasemd!
Já þetta tók nú ekki langann tíma og er ég ekkert smá ánægður með útkomuna, núna þarf bara að gefa sér tíma til þess að taka góðar myndir af henni.
Bless í bili.
Flokkur: Bílar og akstur | 22.3.2008 | 23:20 | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt ég myndi fá úr honum við að heyra sándið frá honum í botngjöf
Til hamingju með þessa klikkuðu græju.
FLÓTTAMAÐURINN, 22.3.2008 kl. 23:44
Takk, takk, ég þarf að taka þig í rúnt við tækifæri.
Daníel Hinriksson, 22.3.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.