Búinn að fá nýjan mótor fyrir Supruna ;o)

Þá er búið að fjárfesta í nýjum mótor fyrir Supruna. Þetta er fully built mótor sem þýðir að hann á að þola um 1200-1300 hestöfl!! En það er búið að setja þrykkta stimpla og sterkari stimpilstangir o.m.fl.

Eins og mótorinn kemur úr kassanum þá á hann að ná ca.1000 hestöflum á race bensíni, þetta er hestaflatala sem erfitt getur verið að ná því útúr mótor í götulöglegum bíl sem er jafnframt virkilega fínn í akstri.

Það verður samt að öllum líkindum verkefni næsta vetrar að smella mótorinum í bílinn þar sem ég á eftir að fjárfesta í ýmsu öðru svo bíllinn þoli þessi aukahestöfl, t.d. kúplingu, drifskaft og öflugara bensínkerfi.

Ég er búinn að setja inn myndir af djásninu í myndaalbúmið....

 DSCF1818


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

  Ég hefði bara keypt mér ÞOTU............

Anna (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband