Búinn að fá nýjan mótor fyrir Supruna ;o)

Þá er búið að fjárfesta í nýjum mótor fyrir Supruna. Þetta er fully built mótor sem þýðir að hann á að þola um 1200-1300 hestöfl!! En það er búið að setja þrykkta stimpla og sterkari stimpilstangir o.m.fl.

Eins og mótorinn kemur úr kassanum þá á hann að ná ca.1000 hestöflum á race bensíni, þetta er hestaflatala sem erfitt getur verið að ná því útúr mótor í götulöglegum bíl sem er jafnframt virkilega fínn í akstri.

Það verður samt að öllum líkindum verkefni næsta vetrar að smella mótorinum í bílinn þar sem ég á eftir að fjárfesta í ýmsu öðru svo bíllinn þoli þessi aukahestöfl, t.d. kúplingu, drifskaft og öflugara bensínkerfi.

Ég er búinn að setja inn myndir af djásninu í myndaalbúmið....

 DSCF1818


Sakna síðasta sumars ;o)

Hérna er smá myndband af Suprunni frá síðasta sumri. Þarna var verið að prufa mismunandi stillingar á 2-step sem er búnaður í AEM vélartölvunni sem byggir upp þrýsting á túrbínunni og heldur mótorinum á ákveðnum snúning þegar verið er að taka af stað.


Evrópumót í 12 tíma þolakstri fjarstýrðra bíla!

 baja end header5 web

 2821970707 3a837ffea7

Þann 5-7 sept. var haldin á Spáni 12 klukkutíma þolaksturskeppni fjarstýrðra bíla á vegum HPI þar sem 16 þjóðir tóku þátt.

Að sjálfsögðu lét maður plata sig að taka þátt ásamt fimm öðrum félögum og það ekki hægt að segja að maður hafi séð eftir því! Þvílíkt sem þetta var vel heppnað og skemmtum við okkur konunglega þó að við höfum endað kappaksturinn í 12.sæti af 16!

Þetta var svaka ævintýri sem byrjaði með því að smella sér til Barcelona og gist þar fyrstu nóttina. Daginn eftir röltuðum við niður Römbluna og höfðum það notalegt en seinna um daginn var haldið af stað í bæ rétt fyrir utan Barcelona sem kallast Sant Fruitos del Bages og þar sem Spánverjarnir eru nú ekkert svaka sleipir í ensku þá reyndist nú þrautinni erfiðara að komast á leiðarenda en það hafðist á endanum eftir lestar-,strætó- og leigubílaferðir. Þar beið okkar virkilega flott hótel sem var aðeins 4mánaða gamalt og þar fengum við bestu nautasteik sem við höfðum smakkað + slatta af bjór Wink

Daginn eftir hófst svo æfingardagur þar sem allir keppendurnir fengu að æfa sig á brautinni í fjóra klukkutíma. Þá vorum við að prufa mismunandi uppstillingar á fjöðrun og stilla mótorinn og margt fleira. Þegar við komum svo aftur uppá hótel þá var fengið sér í svanginn og svo var farið að yfirfara bílinn og var hótelherbergið allt í rúst eftir að hafa skrúfað drulluskítugann bílinn sundur og saman!!

Á keppnisdaginn var vaknað klukkan ca.8 og allir að fara uppá braut að gera klárt fyrir lengstu keppni sem haldin hefur verið í akstri á þessum bílum. Það var ekki einu sinni vitað hvort einhverjir myndu klára keppnina! En startið var mjög töff, það var öllum bílunum stillt upp eftir því hvaða tíma þeir höfðu náð í tímatöku sem fór fram fyrr um morguninn. Klukkann tólf á hádeigi var keppnin ræst og þurftu liðsmenn að hlaupa yfir brautina og starta bílunum en það eru góðar myndir af því í myndaalbúmi sem ég er búinn að gera.

Við byrjuðum mjög vel náðum að vinna okkur úr 9. og uppí 3.sæti þegar þrír klukkutímar voru liðnir en þá fóru vandamálin að byrja og bílinn bilaði ansi oft á þessum 12 tímum en aðstæðurnar voru líka rosalegar allt frá svakalegu ryki sem stíflaði loftsíur og bensíngjafir stífnuðu upp og svo rigndi í 2-3 tíma og þvílíka drullan sem settist á bílana! En það fór tvisvar sinnum allt rafkerfið í hönk í bleytunni og svo skiptum við um allann afturendann á bílnum með mótor og öllu ásamt fullt af smá bilunum.

Það var alvöru "pitlane" eins og í formúlunni þar sem allir þurftu að hafa hemil á sér og keyra eins og menn, síðan var sér staður fyrir bensínáfyllingu. Þetta var allveg ferlega flott hjá þeim...

Menn voru orðnir annsi lúnir eftir að tók að kvölda sérstaklega eftir allt "mudfightið" fyrr um daginn en þess á milli var 30-35 stiga hiti þannig að það var mjög gott þegar það tók að rökkva og hitinn fór lækkandi, en það var samt sem áður um 25 stiga hiti í kringum miðnætti þegar keppnin endaði.

Já við vorum strax farnir að tala saman eftir keppnina hvað það verður gaman að taka þátt á næsta ári þar sem þetta var eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert, en við lærðum líka svo mikið inná veikleika bílsins þannig að við verðum mikið betur búnir á næsta ári og þá verður stefnt á verðlaunapallinn og hananú!!

Hér er slóð inná ýtarlega lýsingu og myndir af keppninni : http://www.hpieurope.com/feature.php?id=4

Svo má geta þess að Motors TV tók upp efni og eru búnir að gera klukkutíma þátt um þessa keppni og hann er mjög vel heppnaður,  bara spurning hvenær Hollywood verður í bandi Tounge

Hér er líka smá myndaskot sem við tókum og einnig smá teaser frá Motors TV inná YouTupe.

http://www.youtube.com/watch?v=VpaEcRwlkhg

http://www.youtube.com/watch?v=1IH82RstLnI&feature=related


Nokkrar myndir í viðbót...

Ég smellti nokkrum myndum í gamla myndaalbúmið í viðbót.

Þarna eru myndir af gamla Camaro-inum og 1100 ofur-súkkunni minni Wink  ,svo fann ég eina gamla af sjálfum mér með brjálaða hárið...

IMG 0008


Gamla Rollan mín ;)

Ég fann nokkrar myndir af gamla Twin Caminum mínum, hann var tekinn í gegn frá A til Ö og var ekkert lítið rúntað á honum, back in the day´s Grin

Ég bjó til nýtt albúm þar sem ég ætla að smella nokkrum gömlum myndum í við tækifæri....


Kvartmíluæfing 19.júlí

Haldin var kvartmíluæfing í Kapelluhrauni á laugardaginn 19.júlí. Það var alveg frábært veður og allir í góðum gír...

Ég fékk loksins götuslikka sem ég er búinn að bíða eftir í langan tíma og voru þeir aldeilis að gera sitt gagn en ég náði að bæta 60fetin (18.288metrar) úr 2.251sek. í 1.828sek. sem er mikill munur en ég á eftir að læra betur að taka af stað á slikkunum.

Besti tími dagsins hjá mér var 11.32@130.5mph. (210.01kmh.)  og er ég nokkuð sáttur með það en það má alltaf gera betur Wink

Ég er búinn að gera nýtt albúm með myndum frá æfingunni og fékk ég að nota myndir frá ljósmyndurunum :

Pétri  http://www.flickr.com/photos/petursig  og

Kristjáni  www.flickr.com/kristjanjohann

 En næsta mál á dagskrá er að panta alvöru kúplingu í bílinn þar sem þessi var farinn að gefa eftir í lokinn á deginum og svo er að setja veltiboga, alvöru keppnis sæti og fimm punkta belti í hann, þá er hann ready for race Cool

IMG 8975

 

 


Bíladagar 2008

Þá eru bíladagar afstaðnir og heppnuðust þeir með eindæmum vel, fyrir utan að nokkrar löggur voru eitthvað lítillega tuskaðar til!

Ég og Loffi lögðum af stað norður á laugardagsmorgun þann 14.júní og vorum mættir tímanlega í skráningu á götuspyrnunni sem haldin var kl.18.  Þar sem ekki tókst að fá götuslikka í tíma þá var þetta gert meira uppá funnið að taka þátt, enda kom það í ljós að ekki var mikið um grip á þessari götu (spólandi út 1 og 2gír) sem spyrnan var haldin á (Tryggvagötu). En á endanum var ég sleginn út af Nissan Z350 sem var kominn með supercharger og slikka, en það munaði ekki miklu eða 0,02 sek.!!!!

En þetta var svaka stuð og geggjað veður...

Svo um kvöldið þá fórum við til Pabba og bræðra minna (Hinrik og Haukur) og þar var tekið vel á móti okkur með grilli og bjór! svo var stefnan tekin á bæinn og vorum við eitthvað aðeins frameftir nóttu í ölæðinu sem ríkti í bænum, sannkölluð verslunarmannahelgarstemning W00t

Á sunnudaginn þá kíktum við á driftkeppnina og svo var haldið af stað í bæinn....

Vel heppnuð helgi, bara gaman...

p.s. og ekki ein einasta sekt eftir alla helgina!!! (kannski er ég bara að verða gamall Wink)

Myndir fengnar af Live2cruize spjallinu.


Hr.X búinn að tjúna og stilla!!

Jæja þá er Hr.X (vill ekki koma undir réttu nafni) búinn að fara höndum um Supruna og þvílík breyting á græjunni! En hann er einn færasti tjúner sem völ er á í dag og er að vinna fyrir mörg stór fyrirtæki út um allan heim og þar á meðal McLaren F1!!! Þannig að maður er allveg með það á hreinu að þarna er enginn bjáni á ferð... 

Útlitið var ekkert alltof gott á fimmtudaginn þar sem það ringdi töluvert en við ákváðum að reyna að stilla hann fyrir götuakstur og taka nokkrar ferðir í háum gírum þannig að bíllinn færi ekki bara í spól og eitthvað vesen. Eftir nokkrar ferðir fórum við úr 1.15bar í 1.3bar en hann ráðlagði að fara ekki í mikið meira á 99okt. bensíni. Þegar við vorum orðnir sáttir við niðurstöðurnar þá ákváðum við að bíða til föstudagskvöldsins fyrir áframhaldandi stillinga og vonast eftir því að það myndi stytta upp...

Daginn eftir þá var allt orðið þurrt og þá brunuðum við uppá Kvartmílubraut og þá yrði tekið á því!

Eftir nokkrar bunur eftir brautinni þá settum við 119okt. race-bensín á Supruna og þá fór allt að gerast! Hr.X var eins og óður maður á fartölvunni sem var tengd við móðurtölvu bílsins og jukum við boostið töluvert og enduðum við í 1.65bar (en þá hættu háspennukeflin að geta gefið nógu góðan neista í kertin). Þvílíkur munur! Græjan æddi allveg áfram og engin smá hraðaaukning!! Á þessari stillingu þá ætti hann að vera í kringum 600 hestöfl útí afturhjól sem er allveg sæmilegt Cool

Núna er næsta mál að bæta gripið í bílnum og fá öflugri kúplingu og ekki verra að update-a bremsukerfið!

Ég setti inn nokkrar myndir frá föstudeginum...


Burnout 2008 - Bílasýning á vegum Kvartmíluklúbbsins

Smellti mér á bílasýninguna hjá KK um helgina og var hún virkilega flott. Þarna voru samankomnir flottustu amerísku kaggar landsins og ýmislegt fleira.

Ég smellti nokkrum myndum í albúm hjá mér...


Bílar&Sport - myndir frá sýningunni

Ég er búinn að smella slatta af myndum af sýningunni í myndaalbúmið hjá mér svo þeir sem ekki komust á sýninguna geti séð eitthvað af tækjunum sem voru þarna.  Myndirnar eru teknar af Pétri Sigurðssyni og eru svona askoti fínar!!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband