Kvartmíluæfing 19.júlí

Haldin var kvartmíluæfing í Kapelluhrauni á laugardaginn 19.júlí. Það var alveg frábært veður og allir í góðum gír...

Ég fékk loksins götuslikka sem ég er búinn að bíða eftir í langan tíma og voru þeir aldeilis að gera sitt gagn en ég náði að bæta 60fetin (18.288metrar) úr 2.251sek. í 1.828sek. sem er mikill munur en ég á eftir að læra betur að taka af stað á slikkunum.

Besti tími dagsins hjá mér var 11.32@130.5mph. (210.01kmh.)  og er ég nokkuð sáttur með það en það má alltaf gera betur Wink

Ég er búinn að gera nýtt albúm með myndum frá æfingunni og fékk ég að nota myndir frá ljósmyndurunum :

Pétri  http://www.flickr.com/photos/petursig  og

Kristjáni  www.flickr.com/kristjanjohann

 En næsta mál á dagskrá er að panta alvöru kúplingu í bílinn þar sem þessi var farinn að gefa eftir í lokinn á deginum og svo er að setja veltiboga, alvöru keppnis sæti og fimm punkta belti í hann, þá er hann ready for race Cool

IMG 8975

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er dúllað við einn bíl - ótrúlegt

Anna - Sjaldan yfir 80 km (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband