Þá eru bíladagar afstaðnir og heppnuðust þeir með eindæmum vel, fyrir utan að nokkrar löggur voru eitthvað lítillega tuskaðar til!
Ég og Loffi lögðum af stað norður á laugardagsmorgun þann 14.júní og vorum mættir tímanlega í skráningu á götuspyrnunni sem haldin var kl.18. Þar sem ekki tókst að fá götuslikka í tíma þá var þetta gert meira uppá funnið að taka þátt, enda kom það í ljós að ekki var mikið um grip á þessari götu (spólandi út 1 og 2gír) sem spyrnan var haldin á (Tryggvagötu). En á endanum var ég sleginn út af Nissan Z350 sem var kominn með supercharger og slikka, en það munaði ekki miklu eða 0,02 sek.!!!!
En þetta var svaka stuð og geggjað veður...
Svo um kvöldið þá fórum við til Pabba og bræðra minna (Hinrik og Haukur) og þar var tekið vel á móti okkur með grilli og bjór! svo var stefnan tekin á bæinn og vorum við eitthvað aðeins frameftir nóttu í ölæðinu sem ríkti í bænum, sannkölluð verslunarmannahelgarstemning
Á sunnudaginn þá kíktum við á driftkeppnina og svo var haldið af stað í bæinn....
Vel heppnuð helgi, bara gaman...
p.s. og ekki ein einasta sekt eftir alla helgina!!! (kannski er ég bara að verða gamall )
Myndir fengnar af Live2cruize spjallinu.
Flokkur: Bílar og akstur | 20.6.2008 | 19:56 (breytt kl. 20:21) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.