Jæja þá er Hr.X (vill ekki koma undir réttu nafni) búinn að fara höndum um Supruna og þvílík breyting á græjunni! En hann er einn færasti tjúner sem völ er á í dag og er að vinna fyrir mörg stór fyrirtæki út um allan heim og þar á meðal McLaren F1!!! Þannig að maður er allveg með það á hreinu að þarna er enginn bjáni á ferð...
Útlitið var ekkert alltof gott á fimmtudaginn þar sem það ringdi töluvert en við ákváðum að reyna að stilla hann fyrir götuakstur og taka nokkrar ferðir í háum gírum þannig að bíllinn færi ekki bara í spól og eitthvað vesen. Eftir nokkrar ferðir fórum við úr 1.15bar í 1.3bar en hann ráðlagði að fara ekki í mikið meira á 99okt. bensíni. Þegar við vorum orðnir sáttir við niðurstöðurnar þá ákváðum við að bíða til föstudagskvöldsins fyrir áframhaldandi stillinga og vonast eftir því að það myndi stytta upp...
Daginn eftir þá var allt orðið þurrt og þá brunuðum við uppá Kvartmílubraut og þá yrði tekið á því!
Eftir nokkrar bunur eftir brautinni þá settum við 119okt. race-bensín á Supruna og þá fór allt að gerast! Hr.X var eins og óður maður á fartölvunni sem var tengd við móðurtölvu bílsins og jukum við boostið töluvert og enduðum við í 1.65bar (en þá hættu háspennukeflin að geta gefið nógu góðan neista í kertin). Þvílíkur munur! Græjan æddi allveg áfram og engin smá hraðaaukning!! Á þessari stillingu þá ætti hann að vera í kringum 600 hestöfl útí afturhjól sem er allveg sæmilegt
Núna er næsta mál að bæta gripið í bílnum og fá öflugri kúplingu og ekki verra að update-a bremsukerfið!
Ég setti inn nokkrar myndir frá föstudeginum...
Flokkur: Bílar og akstur | 8.6.2008 | 00:46 | Facebook
Athugasemdir
Já Gudda mín þá átt flatböku inni hjá mér fyrir lánið á honum Loffa þínum
p.s. núna er Supran loksins orðin boðleg fyrir þig að koma í prufurúnt....
Daníel Hinriksson, 9.6.2008 kl. 00:06
Já það borgar sig alltaf að gera það sem húsbóndinn segir
Daníel Hinriksson, 9.6.2008 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.