Evrópumót í 12 tíma þolakstri fjarstýrðra bíla!

 baja end header5 web

 2821970707 3a837ffea7

Þann 5-7 sept. var haldin á Spáni 12 klukkutíma þolaksturskeppni fjarstýrðra bíla á vegum HPI þar sem 16 þjóðir tóku þátt.

Að sjálfsögðu lét maður plata sig að taka þátt ásamt fimm öðrum félögum og það ekki hægt að segja að maður hafi séð eftir því! Þvílíkt sem þetta var vel heppnað og skemmtum við okkur konunglega þó að við höfum endað kappaksturinn í 12.sæti af 16!

Þetta var svaka ævintýri sem byrjaði með því að smella sér til Barcelona og gist þar fyrstu nóttina. Daginn eftir röltuðum við niður Römbluna og höfðum það notalegt en seinna um daginn var haldið af stað í bæ rétt fyrir utan Barcelona sem kallast Sant Fruitos del Bages og þar sem Spánverjarnir eru nú ekkert svaka sleipir í ensku þá reyndist nú þrautinni erfiðara að komast á leiðarenda en það hafðist á endanum eftir lestar-,strætó- og leigubílaferðir. Þar beið okkar virkilega flott hótel sem var aðeins 4mánaða gamalt og þar fengum við bestu nautasteik sem við höfðum smakkað + slatta af bjór Wink

Daginn eftir hófst svo æfingardagur þar sem allir keppendurnir fengu að æfa sig á brautinni í fjóra klukkutíma. Þá vorum við að prufa mismunandi uppstillingar á fjöðrun og stilla mótorinn og margt fleira. Þegar við komum svo aftur uppá hótel þá var fengið sér í svanginn og svo var farið að yfirfara bílinn og var hótelherbergið allt í rúst eftir að hafa skrúfað drulluskítugann bílinn sundur og saman!!

Á keppnisdaginn var vaknað klukkan ca.8 og allir að fara uppá braut að gera klárt fyrir lengstu keppni sem haldin hefur verið í akstri á þessum bílum. Það var ekki einu sinni vitað hvort einhverjir myndu klára keppnina! En startið var mjög töff, það var öllum bílunum stillt upp eftir því hvaða tíma þeir höfðu náð í tímatöku sem fór fram fyrr um morguninn. Klukkann tólf á hádeigi var keppnin ræst og þurftu liðsmenn að hlaupa yfir brautina og starta bílunum en það eru góðar myndir af því í myndaalbúmi sem ég er búinn að gera.

Við byrjuðum mjög vel náðum að vinna okkur úr 9. og uppí 3.sæti þegar þrír klukkutímar voru liðnir en þá fóru vandamálin að byrja og bílinn bilaði ansi oft á þessum 12 tímum en aðstæðurnar voru líka rosalegar allt frá svakalegu ryki sem stíflaði loftsíur og bensíngjafir stífnuðu upp og svo rigndi í 2-3 tíma og þvílíka drullan sem settist á bílana! En það fór tvisvar sinnum allt rafkerfið í hönk í bleytunni og svo skiptum við um allann afturendann á bílnum með mótor og öllu ásamt fullt af smá bilunum.

Það var alvöru "pitlane" eins og í formúlunni þar sem allir þurftu að hafa hemil á sér og keyra eins og menn, síðan var sér staður fyrir bensínáfyllingu. Þetta var allveg ferlega flott hjá þeim...

Menn voru orðnir annsi lúnir eftir að tók að kvölda sérstaklega eftir allt "mudfightið" fyrr um daginn en þess á milli var 30-35 stiga hiti þannig að það var mjög gott þegar það tók að rökkva og hitinn fór lækkandi, en það var samt sem áður um 25 stiga hiti í kringum miðnætti þegar keppnin endaði.

Já við vorum strax farnir að tala saman eftir keppnina hvað það verður gaman að taka þátt á næsta ári þar sem þetta var eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert, en við lærðum líka svo mikið inná veikleika bílsins þannig að við verðum mikið betur búnir á næsta ári og þá verður stefnt á verðlaunapallinn og hananú!!

Hér er slóð inná ýtarlega lýsingu og myndir af keppninni : http://www.hpieurope.com/feature.php?id=4

Svo má geta þess að Motors TV tók upp efni og eru búnir að gera klukkutíma þátt um þessa keppni og hann er mjög vel heppnaður,  bara spurning hvenær Hollywood verður í bandi Tounge

Hér er líka smá myndaskot sem við tókum og einnig smá teaser frá Motors TV inná YouTupe.

http://www.youtube.com/watch?v=VpaEcRwlkhg

http://www.youtube.com/watch?v=1IH82RstLnI&feature=related


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Við Geiri pöntum að fara með næst. Kannski ekki til að taka þátt samt, hóst, hóst.

 Frábærar myndir.

Kveðja, M+G

Anna (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband